10 október 2006

Hnífsdælingagleði 2006

Okkar skemmtilega Hnífsdælingahátíð er að bresta á.

Staðsetningin er salur Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6, Reykjavík
þann 28. október. Húsið opnar klukkan 19.00 og borðhald hefst klukkan 20.00.

Á matseðlinum er steikarhlaðborð með köldum forrétti

Í forrétt verður Humarpaté, Laxamosaik og Kókoskrækjur á brakandi salati
með sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og fylltum eggjum.
Aðalrétturinn er val af steikarhlaðborði sem inniheldur innbakað lambafillé Wellington, piparkryddaðan nautahryggvöðva og appelsínugljáðar kalkúnabringur.
Í eftirrétt verður síðan volgur súkkulaðidraumur með fyllingu og vanillurjóma.

Veislustjóri verður Kristján Freyr Halldórsson, sonur Diddu og Hadda.
Hljómsveitin B.G. og Margrét leikur fyrir dansi.
Margar skemmtilegar uppákomur og happdrættið verður eins og vanalega.
Öll herlegheitin kosta aðeins kr.4300.-
Miðar verða seldir í sal Ferðafélagsins sunnudaginn 22. október milli kl. 14 og 17.
Þeir sem ekki sjá sér fært að kaupa miða á þeim tíma geta pantað miða hjá nefndarmönnum. Miðapantanir þurfa að berast eigi síðar en 24. október.

Hittumst hress og kát og við hlökkum til að sjá ykkur.
Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hringja í nefndarmann eða senda tölvupóst


Bestu kveðjur frá nefndinni.


Þórunn Auðunsdóttir GSM:864-5546 thorunn@worldclass.is
Björgvin A. Björgvinsson GSM:862-1048 bjoggi@ok.is
Helga Pálsdóttir GSM:822-2123 helga@allianz.is
Dagmar Halldórsdóttir GSM898-8994 daggy@simnet.is

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home